Kynnti drög að stefnu um þjóðlendur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum á ríkisstjórnarfundi í morgun. Frestur til þess að skila inn umsögnum um drögin, sem birt hafa verið í samráðsgátt Stjórnarráðsins, er til 30. nóvember.

„Stefnumótunin tekur mið af meginsjónarmiðum sem fram koma í annarri opinberri stefnumörkun sem fyrir liggur á þessu sviði, svo sem landskipulagsstefnu, stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og þingsályktun um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Einnig er horft til markmiða um umhverfisvernd og nýtingu lands og auðlinda í löggjöf á sviði umhverfisréttar,“ segir í fréttatilkynningu um málið frá forsætisráðuneytinu.

Þar segir ennfremur að nú séu um 217 þjóðlendur á landinu og þekji um 86 hundraðshluta miðhálendisins og 44 hundraðshluta landsins alls sé miðað við þau landsvæði sem óbyggðanefnd hafi tekið til meðferðar og úrskurðað um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka