Reyna að koma skipinu á flot

Fjordvik strandaði í Helguvík um síðustu helgi.
Fjordvik strandaði í Helguvík um síðustu helgi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Yfirvöld hafa samþykkt aðgerðaáætlun SMT shipp­ing, sem ger­ir út sementsflutningaskipið Fjor­d­vik. Skipið situr enn fast í Helgu­vík eft­ir að hafa strandað þar aðfaranótt laug­ar­dags.

Samkvæmt áætluninni á að byrja að dæla sjó úr skipinu í dag og reynt verður að koma því á flot. Tveir dráttarbátar verða til taks þegar aðgerðirnar hefjast.

Búið er að dæla allri ol­í­u, rúm­lega 100 tonn­um, úr Fjor­d­vik.

Samkvæmt tilkynningu frá SMT Shipping gerðu hagstæðar veðuraðstæður í fyrradag það að verkum að auðvelt var fyrir björgunarfólk að flytja nauðsynlegan búnað um borð í skipið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert