Spólaði um í mosanum

00:00
00:00

Mynd­skeið sem er­lend­ur ferðamaður setti inn á In­sta­gram og YouTu­be-síður sín­ar sýn­ir hvernig hann, eða ein­hver ann­ar í hans hópi, spól­ar um á smájeppa í mosa hér á landi. 

Ábend­ing um þetta barst frá les­anda mbl.is, sem notaði for­rit í síma sín­um til þess að vista um­rætt mynd­skeið.

Ferðamaður­inn sem um ræðir hef­ur síðan fjar­lægt mynd­skeiðið af In­sta­gram-síðu sinni og lokað aðgangi sín­um fyr­ir öðrum en þeim sem hann samþykk­ir sér­stak­lega.

Ut­an­vega­akst­ur­inn hef­ur verið til­kynnt­ur til Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Í mynd­skeiðinu hér að neðan, sem hlaðið var upp á YouTu­be, má sjá brot úr mynd­skeiðinu sem um ræðir. Brotið hefst þegar 1:43 eru liðnar af mynd­skeiðinu.

Attach­ment: "ut­an­vega­akst­ur­inn" nr. 10930

Hér má sjá hvernig bíllinn spólar um í viðkvæmum mosanum.
Hér má sjá hvernig bíll­inn spól­ar um í viðkvæm­um mos­an­um. Skjá­skot/​YouTu­be
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert