Verður sett í flotkví í Hafnarfirði

Flutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn í kvöld eftir að það var …
Flutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn í kvöld eftir að það var dregið þangað frá strandstað í Helguvík. Ljósmynd/Víkurfréttir - Páll Ketilsson

Flutningaskiptið Fjordvik er komið til Keflavíkur. Skipið var dregið þangað í kvöld af strandstað í Helguvík af tveimur dráttarbátum Faxaflóahafnar.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, staðfestir þetta í samtali við mbl.is og segir aðspurður að vel hafi gengið að flytja skipið.

„Flutningaskipið er komið í höfn í Keflavík. Ég horfi einmitt á það hérna út um gluggann því ég bý svo vel að vera með útsýni  yfir höfnina.“

Kjartan segir að það hafi tekist vonum framar að koma skipinu fyrst á flot á háflóði í kvöld og draga það síðan yfir til hafnarinnar í Keflavík.

„Skipið verður hér í einhverja daga og er ætlunin að gera það klárt til sjóferðar yfir flóann til Hafnarfjarðar þar sem það verður sett í flotkví.“

Fjordvik á strandstað í kvöld. Annar dráttarbáturinn skammt frá.
Fjordvik á strandstað í kvöld. Annar dráttarbáturinn skammt frá. Ljósmynd/Víkurfréttir – Páll Ketilsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert