Fannst látinn á Spáni

Jóhann Gíslason, sem ekkert hafði spurst til síðan um miðjan …
Jóhann Gíslason, sem ekkert hafði spurst til síðan um miðjan júlímánuð, fannst látinn á Spáni fyrir tveimur dögum. mbl.is

Jóhann Gíslason, sem ekkert hafði spurst til síðan um miðjan júlímánuð, fannst látinn á Spáni fyrir tveimur dögum. Jónas Hallgrímur Ottósson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir þetta við mbl.is. Ættingjar Jóhanns hafa verið látnir vita.

Jónas segir að ekkert bendi til þess að andlát Jóhanns hafi borið að með saknæmum hætti, en þó hafi enn ekki öll gögn borist frá spænskum lögregluyfirvöldum.

Rétt rúmir fjórir mánuðir eru síðan Jóhann flaug til Alicante á Spáni, án þess að eiga bókað flug aftur heim til Íslands. Hann flaug út 8. júlí, en ekkert hafði spurst til hans frá 12. júlí.

Fjölskylda Jóhanns tilkynnti hvarf hans til lögreglu 16. júlí síðastliðinn og hafa ættingjar hans ferðast til Spánar til þess að grennslast fyrir um ferðir hans, en það skilaði ekki árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert