Gjöf Banksy til Jóns sögð skattskyld

Jón Gnarr þáði listaverk að gjöf frá listamanninum Banksy er …
Jón Gnarr þáði listaverk að gjöf frá listamanninum Banksy er hann var borgarstjóri í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Al­mennt séð er það þannig að venju­leg­ar tæki­færis­gjaf­ir, t.d. af­mæl­is­gjaf­ir og hefðbundn­ar gjaf­ir, eru skatt­frjáls­ar þ.e.a.s. það þarf ekki að borga skatt af þeim. All­ar aðrar gjaf­ir eru skatt­skyld­ar,“ seg­ir Kristján Gunn­ar Valdi­mars­son, lektor í skatta­rétti við Há­skóla Íslands, spurður um skatta­lega hlið mála á borð við það sem Frétta­blaðið greindi frá í morg­un í um­fjöll­un sinni um gjöf sem Jón Gn­arr, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, þáði frá heims­fræga lista­mann­in­um Banksy.

Í viðtali við Frétta­blaðið kveðst hann í borg­ar­stjóratíð sinni hafa fal­ast eft­ir verki frá lista­mann­in­um og Banksy ákveðið að gefa hon­um eft­ir­prent af verki sínu með því skil­yrði að það yrði hengt upp á borg­ar­stjóra­skrif­stof­unni í ráðhús­inu.

Verk Banksy sem áður var á borgarstjóraskrifstofunni hangir nú heima …
Verk Banksy sem áður var á borg­ar­stjóra­skrif­stof­unni hang­ir nú heima hjá Jóni, eins og sjá má á þess­ari mynd sem Jón sjálf­ur birti á Twitter-síðu sinni.

Í vik­unni birt­ist svo á Twitter mynd af verk­inu á vegg á heim­ili Jóns, en hann kveðst hafa tekið við gjöf­inni sem ein­stak­ling­ur en ekki borg­ar­stjóri. Eng­inn vafi sé á því að verkið til­heyri hon­um sem ein­stak­lingi en ekki embætt­inu.

Hef­ur aldrei látið meta verðmæti verks­ins

Í frétt Frétta­blaðsins kem­ur fram að miðað við stærð og sér­stöðu verks­ins megi áætla að það sé hæg­lega millj­óna virði miðað við sölu- og upp­boðsverð á eft­ir­prent­un­um víða á net­inu. 

„Það er al­veg ljóst að svona gjöf er ekki tæki­færis­gjöf; hann gef­ur hon­um þetta verk og þá er þetta skatt­skyld gjöf. Í lög­un­um er líka talað um verðlitl­ar gjaf­ir og vinn­inga og þetta fell­ur ekki þar und­ir held­ur. Það er al­veg skýrt í skatta­lög­un­um að svona gjaf­ir eru skatt­skyld­ar,“ seg­ir Kristján Gunn­ar. 

Blas­ir þá við að þessi gjöf sé skatt­skyld?

„Já,“ seg­ir Kristján Gunn­ar og nefn­ir að tekju­skatt­ur gildi auk út­svars. „Þetta er klippt og skorið. Skatta­lega hliðin á þessu er ekki um­deild og hon­um ber auðvitað að telja þetta fram,“ seg­ir hann, en tekju­skatt­ur er um 37%. 

Í frétt Frétta­blaðsins kem­ur fram að Jón hafi aldrei látið meta verkið og því er óvíst hver ætluð skatt­fjár­hæð er í um­ræddu máli.

Jón Gn­arr var önn­um kaf­inn og sagðist ekki hafa tíma til að svara spurn­ing­um blaðamanns um málið í dag, þegar eft­ir því var leitað. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert