Svigrúm til lægra olíuverðs

Olíufatið er að lækka.
Olíufatið er að lækka. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Miðað við þróun heims­markaðsverðs á olíu og geng­isþróun ætti að vera svig­rúm til að lækka út­sölu­verð á bens­íni um 10-11 krón­ur. Þetta kem­ur fram í út­reikn­ing­um Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda (FÍB) fyr­ir Morg­un­blaðið.

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri FÍB, seg­ir út­sölu­verðið lítið hafa breyst í mánuð. Það sé greini­legt að ekk­ert olíu­fé­lag­anna nýti tæki­færið til að lækka verðið. Þvert á móti dansi þau á sömu línu. Það vitni um fákeppni á markaði. Al­gengt út­sölu­verð á bens­ín­lítra var um 231 króna í gær.

Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka, seg­ir lækk­un olíu­verðs geta dregið úr verðbólguþrýst­ingi á Íslandi. Hag­stof­an muni í næstu viku taka olíu­verðið inn í verðbólgu­mæl­ingu sína.

Spurður hvort þetta og hæg­ari hækk­un fast­eigna­verðs geti vegið þungt í verðbólgu­mæl­ing­um seg­ir hann veik­ingu krónu vega þyngra.

Áhrif­in af veik­ing­unni eigi eft­ir að koma fram í verðlagi. Krón­an hafi enda veikst um 10% í haust, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þróun olíu­verðs í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert