Uppsagnir í kortunum

Aðildarfyrirtæki SA búa sig undir þúsundir uppsagna á næstu þremur …
Aðildarfyrirtæki SA búa sig undir þúsundir uppsagna á næstu þremur mánuðum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ný könn­un sem Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa gert meðal aðild­ar­fyr­ir­tækja sinna gef­ur til kynna að þau hafi á síðustu 90 dög­um sagt upp 3.100 manns. Þannig svöruðu 600 fyr­ir­tæki könn­un­inni og þar kem­ur fram að á fyrr­greindu tíma­bili hafi fyr­ir­tæk­in sagt upp 900 starfs­mönn­um síðasta mánuðinn og 1.100 manns síðustu 90 daga.

Séu niður­stöðurn­ar yf­ir­færðar á öll aðild­ar­fyr­ir­tæk­in má gera ráð fyr­ir að upp­sagn­irn­ar hafi verið 2.600 síðasta mánuðinn og 3.100 síðustu þrjá mánuði, að því er seg­ir í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Í könn­un­inni var einnig spurt hversu um­fangs­mikl­ar upp­sagn­ir væru í kort­un­um á kom­andi 90 dög­um og var mynd­in áþekk. Þannig kom fram í svör­um fyr­ir­tækj­anna sem svöruðu að þau gerðu ráð fyr­ir að segja upp 360 starfs­mönn­um næsta mánuðinn og að á næstu 90 dög­um yrðu upp­sagn­irn­ar 1.000 tals­ins. Séu niður­stöðurn­ar yf­ir­færðar á öll aðild­ar­fyr­ir­tæk­in má gera ráð fyr­ir að 2.800 manns muni missa vinn­una á næstu þrem­ur mánuðum.

Niður­stöðurn­ar eru áhyggju­efni

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA, seg­ir áleitn­ar spurn­ing­ar kvikna þegar maður skoðar þessa könn­un. Erum við hugs­an­lega að byrja að sjá viðsnún­ing í spurn eft­ir vinnu­afli? „Ég vil alls ekki að við för­um að mála skratt­ann á vegg­inn. Það er of snemmt að full­yrða hvað er þarna ná­kvæm­lega á ferðinni. Það hef­ur verið mik­il eft­ir­spurn eft­ir fólki í flest­um at­vinnu­grein­um síðustu miss­eri og met­inn­flutn­ing­ur vinnu­afls. Þó verð ég að segja að sú mynd sem þarna birt­ist okk­ur er nokkuð áhyggju­efni,“ seg­ir Hall­dór.

Hann seg­ir mik­il­vægt að draga ekki of mikl­ar álykt­an­ir af niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar. „Hvort fram und­an séu stór­ar upp­sagna­hrin­ur vil ég ekki segja. Sú þróun sem birt­ist okk­ur er eitt­hvað sem eng­inn vill sjá, hvorki at­vinnu­rek­end­ur né verka­lýðshreyf­ing­in.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert