Ekki búið að tilkynna yfirvöldum fundinn

Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson.
Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson. mbl.is

Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar.

Mbl.is greindi frá því í gær að lík þeirra Krist­ins og Þor­steins hefðu nýverið fund­ist í Nepal, 30 árum eft­ir að þeir fór­ust á niður­leið af fjall­inu Pu­mori í októ­ber árið 1988, 27 ára að aldri. Var það banda­rísk­ur fjall­göngumaður sem rakst á lík þeirra og til­kynnti fund­inn.

Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við mbl.is að málið sé ekki komið inn á borð ráðuneytisins, en að það myndi að sjálfsögðu bregðast við væri þess óskað.

Þá hefur alþjóðadeild ríkislögreglustjóra ekki borist formlegt erindi er varðar „ætlaðan fund á líkum þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar,“ að því er segir í skriflegum svörum frá embættinu við fyrirspurn mbl.is. „Fyrirspurn verður send til erlendra samstarfsaðila til að fá frekari upplýsingar um málið og framhald þess.“

Haft var eftir Önnu Láru Friðriksdóttur, vinkonu þeirra Kristins og Þorsteins, í gær að banda­rísk­ur fjall­göngumaður hefði rekist á lík þeirra, hann hefði leitaði að skil­ríkj­um og komist að því að þeir væru ís­lensk­ir og til­kynnti þá fund­inn.

Sagði Anna Lára í sam­tali við mbl.is bandaríski maðurinn væri enn á fjallinu, en að hann muni vænt­an­lega veita nán­ari upp­lýs­ing­ar síðar. Búið sé þó að tilkynna aðstandendum þeirra Þorsteins og Kristins um fundinn.

„Þetta eru góðar og erfiðar frétt­ir,“ sagði hún. „Það er alltaf gott að geta sett punkt­inn yfir I-ið. Það hefði verið gott fyr­ir for­eldr­ana að fá að jarða börn­in sín,“ bæt­ir hún við, en minn­ing­ar­at­höfn um þá Krist­in og Þor­stein fór fram 26. nóv­em­ber 1988. 

Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson, sem var samtíðamaður þeirra Kristins og Þorsteins í Íslenska alpaklúbbnum, minntist þeirra félaga í samtali við mbl.is fyrr í dag.

„Það var alltaf skemmti­legt í kring­um þá og þess meiri var söknuður­inn þegar svona gef­andi fé­lag­ar hverfa,“ sagði hann.

„Á þeim tíma var þetta mikið áfall fyr­ir þenn­an vina­hóp. Núna rifjast upp fyr­ir manni þessi góði og skemmti­legi tími og þess­ir góðu fé­lag­ar sem þeir voru.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert