Fíknifaraldur allt árið

Rót vandans felst í samfélagsgerðinni, segir Vigfús Bjarni Albertsson um …
Rót vandans felst í samfélagsgerðinni, segir Vigfús Bjarni Albertsson um fíknivanda og unga fólkið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það má segja að allt þetta ár hafi fíkni­sjúk­dóm­ar verið far­ald­ur á Íslandi. Tug­ir hafa lát­ist og marg­ir fallið fyr­ir eig­in hendi. Aðstand­end­ur, eft­ir at­vik­um for­eldr­ar, systkini og börn, þurfa mik­inn stuðning og hjálp; því oft er sekt­ar­kennd­in mik­il þó að hún sé ekki rök­rétt.“

Þetta seg­ir Vig­fús Bjarni Al­berts­son prest­ur í Morg­un­blaðinu í dag. Í starfi sínu seg­ist hann að und­an­förnu hafa kynnst ótrú­leg­um frá­sögn­um af skefja­lausri hörku sem hand­rukk­ar­ar beita og svíf­ast einkis. Í hönd­um of­beld­is­fólks má fólk sem er veikt af fíkn sín næsta lít­ils.

„Ný­lega las ég frá­sögn manns sem lýsti því þegar all­ir fing­ur hans voru brotn­ir; einn af öðrum. Þetta stóð í kveðju­bréf­inu, en sá sem það skrifaði var maður í vímu­efna­notk­un og með hugs­un­inni rök­studdi hann sig út úr líf­inu. Sú niðurstaða er auðvitað röng, en við verðum samt að hafa í huga að sá sem lést var veik­ur og þegar and­lát ber að hönd­um meg­um við aldrei gera grein­ar­mun á lík­am­leg­um og and­leg­um veik­ind­um,“ seg­ir sr. Vig­fús Bjarni sem hef­ur jarðsungið fólk sem lát­ist hef­ur af af­leiðing­um vímu­efna­notk­un­ar, auk þess að veita syrgj­andi ætt­menn­um stuðning og sálu­hjálp.

Setja má í beint sam­hengi fíkni­vána og vanda ungra manna, sem ófá­ir veikj­ast and­lega og fara á ör­orku­bæt­ur. Staða þeirra var rædd á Alþingi í sl. viku. „Í sam­töl­um mín­um við ungt fólk kem­ur oft fram leit eft­ir til­gangi og viður­kenn­ingu. Raun­ar á þetta við um fólk á öll­um aldri, hvarvetna á Vest­ur­lönd­um. Rót þessa vanda hlýt­ur að liggja í sam­fé­lags­gerðinni,“ seg­ir sr. Vig­fús Bjarni í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert