Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í kvöldfréttum RÚV fagna þessum áfanga og að verið sé að efla þingið eftir tíu ára hlé.

Vinnan við að fjölga aðstoðarfólkinu var komin langt á leið fyrir hrun en eftir það var henni frestað þar til nú.

Nýju starfsmennirnir munu aðstoða þingmenn við undirbúning frumvarpa og fleira sem tengist störfum þeirra.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert