Spillivagninn ekur um borgina

Í síðustu viku byrjaði Spillivagninn að aka um götur borgarinnar og safna raftækjum og spilliefnum. Talið er að um 150 tonnum af spilliefnum og raftækjum hafi verið hent í ruslið með blönduðum úrgangi í fyrra og er verið að bregðast við því.

Auglýsingar um ferðir og viðkomustaði bílsins er að finna á vef borgarinnar en um tilraunaverkefni er að ræða og verður árangur þess metinn í vor. Bíllinn var við Laugardalslaug á föstudag og fólk var að nýta sér þjónustuna þegar mbl.is  var á staðnum.

Nánari upplýsingar um við hverju bíllinn tekur er að finna hér.

Fram að jólum er áætlun bílsins eftirfarandi:

Árbær – þriðjudaginn 4. des. kl. 15–20 við Árbæjarlaug.

Breiðholt – þriðjudaginn 20. nóv. kl. 15–20 við Breiðholtslaug.

Bústaðir/Háleiti – miðvikudaginn 14. nóv. kl. 15–20 við Austurver.

Grafarholt/Úlfarsárdalur – miðvikudaginn 28. nóv. kl 15-20 við grenndarstöð við Þjóðhildarstíg.

Grafarvogur – fimmtudaginn 6. des. kl. 15–20 við Spöngina.

Hlíðar– þriðjudaginn 13. nóv. kl. 15–20 við Kjarvalsstaði.

Kjalarnes –fimmtudaginn 29. nóv. kl. 15–20 við grenndarstöð Vallargrund

Laugardalur – föstudaginn 9. nóv. kl. 15–20 við Laugardalslaug

Miðborg – fimmtudaginn 15. nóv. kl. 15–20 við Ráðhúsið

Vesturbær – mánudaginn 26. nóv. kl. 15–20 við Vesturbæjarlaug

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka