Utanvegaakstur alvarlegt mál

Lögreglan á Suðurlandi tekur akstri utan vega alvarlega.
Lögreglan á Suðurlandi tekur akstri utan vega alvarlega. Skjáskot/YouTube

Lög­regl­an á Suður­landi tek­ur ut­an­vega­akst­ur al­var­lega og er að reyna að auka eft­ir­lit og sýni­leika í sam­vinnu við land­verði og Um­hverf­is­stofn­un. Aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Höfn seg­ir að mál manns sem spændi upp mosa í sept­em­ber sé vænt­an­legt á borð lög­reglu.

„Þetta at­vik átti sér stað í sept­em­ber, eft­ir því sem við best vit­um. Við tök­um þetta al­var­lega og vinn­um að þessu,“ seg­ir Jón Garðar Bjarna­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Höfn.

Úkraínski ferðamaður­inn hef­ur beðist af­sök­un­ar á spóli sínu. Jón Garðar seg­ist ekki geta tjáð sig sér­stak­lega um hverj­ar lykt­ir máls­ins verði eða hvort erfiðara reyn­ist að sekta mann­inn vegna þess að hann er far­inn af landi brott.

Fjór­ir fransk­ir ferðamenn voru sektaðir um sam­tals 400 þúsund krón­ur fyr­ir svipað at­hæfi í byrj­un sept­em­ber. Þá tókst land­vörðum að hafa hend­ur í hári mann­anna og geng­ust þeir við brot­um sín­um. 

Vissu­lega flækj­ast mál þegar menn eru farn­ir úr landi og kannski ekki ein­hverj­ir sér­stak­ir samn­ing­ar eða slíkt á milli landa.

Jón Garðar ít­rekaði að embætti lög­reglu­stjóra á Suður­landi taki akst­ur utan vega al­var­lega. „Við erum að reyna að auka eft­ir­lit með okk­ar fal­lega landi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert