Reykjavíkurborg leggst gegn tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðborg Reykjavíkur.
Í umsögn sinni dregur borgarlögmaður í efa að tillaga Minjastofnunar um friðlýsingu sé besta leiðin til að ná fram því sameiginlega markmiði að frágangur Víkurgarðs sé til sóma, og einnig að hún sé nauðsynleg eða byggð á nægilega traustum lagagrunni.
Fjallað er um afstöðu þessa í Morgunblaðinu í dag.