Fjordvik á leið til Hafnarfjarðar

Fjordvik á strandstað í Helguvík.
Fjordvik á strandstað í Helguvík. Ljósmynd/Víkurfréttir – Páll Ketilsson

Flutn­inga­skipið Fjor­d­vik er á leið til Hafnarfjarðar en það er dregið þangað af tveimur dráttarbátum. Áður hafði það verið flutt af strandstað í Helguvík til Keflavíkur á föstudag.

Þetta staðfestir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri í Reykjaneshöfn, í samtali við mbl.is. Hann segir að skipið sé væntanlegt til Hafnarfjarðar í hádeginu.

Unnið hefur verið að viðgerð Fjordvik í Keflavík um helgina en ekki vitað nákvæmlega hversu mikið skipið er skaddað vegna þess að skemmdirnar eru allar undir sjávarmáli.

Skipið er sigið að aftan og verður það þyngt að framan við komuna í Hafnarfjarðarhöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert