Löng bið eftir lækni

Ung kona með geðhvörf nær ekki að endurnýja lyfin sín.
Ung kona með geðhvörf nær ekki að endurnýja lyfin sín. Ljósmynd/Thinkstock.com

„Fólk með krabbamein fer til krabbameinslæknis og hjartveikt fólk til hjartalæknis. Það ætti ekkert annað að gilda um fólk með geðsjúkdóma.“

Þetta segir móðir ungrar konu sem er með geðhvörf 2 og tekur lyf við sjúkdómnum sem hafa reynst vel við að halda honum niðri.

Geðlæknir konunnar er nú hættur að veita meðferð á stofu sinni, hún hefur ekki komist að hjá öðrum lækni, en biðlisti eftir því er 6-12 mánuðir. Þar sem konan er ekki með geðlækni hefur hún ekki fengið endurnýjun á lyfjum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er meginreglan sú að öll lyfjaendurnýjun geti farið fram á heilsugæslu, en frá því geti þó verið undantekningar.

Unga konan hefur m.a. leitað til geðdeildar Landspítalans til að freista þess að fá lyf sín endurnýjuð en þar sem hún er ekki sjúklingur á deildinni fékk hún synjun þar um.

Lífshættulegir sjúkdómar

„Ég veit satt best að segja ekki hvernig sjúkdómurinn þróast áfram ef hún fær ekki lyfin sín,“ segir móðirin.

„Fólk sem hefur fengið greiningu á sjúkdómi sínum á að geta fengið nauðsynleg lyf án þess að þurfa að hringja út um allan bæ og leita sér að lækni. Við vitum að þessir sjúkdómar eru lífshættulegir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert