Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. mbl.is/Hari

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.

Fjárlaganefnd ætli að taka til baka hluta því sem öryrkjum, sem hafi lifað við lægstu kjör, hafi verið lofað. „Ég get ekki sagt að mér finnist þetta stórmannlegt af þessari fjárlaganefnd að ætla að fara að leggja þetta fram. Þetta er með gjörsamlega með ólíkindum,“ segir Þuríður Harpa.

Aðspurð segir hún tillöguna koma sér verulega á óvart. Enginn hafi reiknað með því að „mönnum dytti þessar skreytingar í hug“.

Hún vonar að skoðaðar verði aðrar leiðir heldur en þær sem fjárlaganefnd hefur lagt til varðandi öryrkja. „Þarna eru þeir virkilega að stíga ofan á fólk sem minnstar bjargir hefur og er búið að bíða alveg rosalega lengi eftir því að eitthvað gerist í þeirra málum,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka