Sjóvarmadælustöð gangsett í Eyjum

Tvær vélar af fjórum voru í keyrslu í Eyjum í …
Tvær vélar af fjórum voru í keyrslu í Eyjum í gær. Ljósmynd/Ívar Atlason

„Við erum með fjórar vélar og erum að keyra tvær þeirra á fullum afköstum núna. Þær framleiða eins og þær eiga að gera, skila um fimm megavöttum. Þegar við verðum komin með alla sjódælingu í botn munum við nota í kringum 550 lítra á sekúndu.“

Þetta segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs HS Veitna í Vestmannaeyjum, í Morgunblaðinu í dag.

Unnið er að gangsetningu næststærstu sjóvarmadælustöðvar í heimi í Vestmannaeyjum. Hún er 10,4 megavött. Þar verður 6-11 gráða heitur sjór notaður sem varmagjafi stöðvarinnar til húshitunar í Eyjum. Búist er við því að dælustöðin verði komin í fulla notkun í næstu viku, að því er fram kemur í blaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka