Þrír skjálftar í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/RAX

Þrír skjálftar af stærð 2,7 upp í 3,6 riðu yfir nálægt Bárðarbungu á áttunda tímanum í kvöld. Voru skjálftarnir norður og norðaustur af Bárðarbungu. Minnsti skjálftinn mældist á 1,1 kílómetra dýpi, en sá stærsti á 10 kílómetra dýpi.

Engir skjálftar yfir 0,5 að stærð hafa fylgt í kjölfarið.

Uppfært klukkan 6:24

Nokkuð var um eftirskjálfta en enginn gosórói fylgir. Síðasti skjálftinn var rúmlega sex í morgun og reyndist hann vera 1,4 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert