Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Frá æfingu hermanna NATO á Suðurnesjum í síðasta mánuði.
Frá æfingu hermanna NATO á Suðurnesjum í síðasta mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin.

Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns VG, um viðveru herliðs á Keflavíkurflugvelli.

Fjöldi liðsmanna hefur einnig verið mjög breytilegur, frá því að vera 225 árið 2007 í það vera nær 1.120 manns á síðasta ári.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins er langalgengasta tilefni viðveru erlends herliðs á Keflavíkurflugvelli. Næstalgengasta tilefnið er hin árlega sprengjueyðingaræfing Atlantshafsbandalagsins, Northern Challenge, sem Landhelgisgæslan stýrir, og þar á eftir kemur kafbátaeftirlit, að því er kemur fram í svarinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka