„Fullkominn misskilningur“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar því á bug að verið sé …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar því á bug að verið sé að draga úr hækkun framlags til öryrkja vegna aðhaldsaðgerða. mbl.is/​Hari

„Það er full­kom­inn mis­skiln­ing­ur að um sé að ræða ein­hvers kon­ar hagræðing­araðgerð eða viðbrögð við nýrri þjóðhags­spá,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í sam­tali við mbl.is um frétt­ir af því að meiri­hlut­inn hafi í fjár­laga­nefnd ákveðið að draga úr hækk­un fram­lags til ör­yrkja, úr fjór­um millj­örðum í 2,9 millj­arða.

Bjarni seg­ir að stefnt sé að því að standa við áætlan­ir um aukn­ingu upp á fjóra millj­arða, hins veg­ar hef­ur sú upp­hæð tekið mið af vinnu við inn­leiðingu kerf­is­breyt­inga og ligg­ur ekki fyr­ir end­an­leg niðurstaða þeirr­ar vinnu.

Standa við fyrri orð

„Það er orðið afar ólík­legt að kerf­is­breyt­ing­in geti tekið gildi fyrsta janú­ar. Við erum að horfa til þess að hún geti tekið gildi eft­ir fyrsta árs­fjórðung og það leiðir þá til þess að þessi fjög­urra millj­arða aukn­ing fell­ur til að þrem­ur fjórðu hlut­um á næsta ári, en er síðan að fullu inni í okk­ar lang­tíma­áætl­un­um eins og birt­ist í fjár­mála­áætl­un­inni,“ seg­ir hann.

„Þetta er ein­fald­lega mat okk­ar á stöðu við að inn­leiða breyt­ing­ar á rétt­ind­um ör­yrkja. Við ætl­um með fullu að standa við það sem áður hef­ur verið sagt, að sam­hliða breyt­ing­un­um sé svig­rúm í okk­ar áætl­un­um um fjóra millj­arða á ári,“ bæt­ir fjár­málaráðherra við.

Áætlað var að fram­lög til al­manna­trygg­inga og ör­yrkja myndu hækka um sex millj­arða á næsta ári, þar af voru fjór­ir millj­arðar vegna um­ræddra kerf­is­breyt­inga. Þannig verður aukn­ing fram­laga til mála­flokks­ins um fimm millj­arðar í stað sex millj­arða, að sögn ráðherr­ans.  

Gefa súr­efni inn í hag­kerfið

„Við aðra umræðu fjár­laga eru menn að vinna með nýja hagspá og í henni birt­ist ör­lítið meiri verðbólga en gert var ráð fyr­ir. Við þurf­um að taka til­lit til ým­issa þátta, til dæm­is varðandi laun og verðlag á næsta ári. Síðan erum við að meta tekju­hliðina og breyt­ing­ar á henni,“ svar­ar Bjarni spurður um aðrar breyt­ing­ar á fjár­lög­um.

„Við höf­um þurft að end­ur­meta stöðu ým­issa fram­kvæmda og þurft að spyrja okk­ur hvort þörf sé fyr­ir all­ar þær fjár­heim­ild­ir sem áður var gert ráð fyr­ir til fram­kvæmda,“ út­skýr­ir hann og vís­ar meðal ann­ars til fram­kvæmda við Land­spít­ala.

„Það sem er að ger­ast heilt yfir eru óskap­lega litl­ar breyt­ing­ar,“ seg­ir Bjarni og bend­ir á að það falla til ný út­gjöld og þörf var á að hagræða fyr­ir þeim með því að gera aðhalds­kröfu upp á 1,5 millj­arða í rekstr­in­um, en það er um 0,017% áætlaðra út­gjalda. Hann seg­ir að það sé fyrsta skipti í mjög lang­an tíma sem látið er reyna á 1% af­komu­mark­mið rík­is­sjóðs og að þegar ný út­gjöld falli til verði að hagræða til þess að ná mark­miðinu.

„Það er ekki verið að fresta því sem áður hef­ur verið kynnt í sam­göngu­mál­um, enda held ég að þegar fer aðeins að hægja á hag­kerf­inu get­ur verið skyn­sam­legt að setja kraft í fram­kvæmd­ir, halda aft­ur af var­an­leg­um rík­is­út­gjöld­um og frek­ar að lækka skatta. Gefa súr­efni inn í hag­kerfið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert