Mikil fjölgun dauðsfalla hjá fólki undir fertugu

Fíknivandinn vex mjög hratt og fleiri hafa látist það sem …
Fíknivandinn vex mjög hratt og fleiri hafa látist það sem af er ári en allt árið í fyrra. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri.

Lengi vel létust að meðaltali um 15 manns yngri en 39 ára á hverju ári af þeim sem komið hafa í meðferð hjá SÁÁ. Alger sprenging hefur hins vegar orðið síðustu þrjú ár. Árið 2016 létust 27 í þessum aldursflokki og í fyrra létust alls 25. Fyrstu tíu mánuði ársins hafa þegar 27 manns yngri en 39 ára látist, svo útlit er fyrir að um metár verði að ræða.

Mikil umræða hefur verið um fíknisjúkdóma og sjálfsvíg ungs fólks eftir viðtal Morgunblaðsins við Vigfús Bjarna Albertsson prest á mánudaginn. Vigfús greindi þar frá því að tugir hefðu látist það sem af væri ári og margir hefðu fallið fyrir eigin hendi í tengslum við þennan „faraldur“ sem hann kallar ástandið í fíkniefnaheiminum. Í starfi sínu hefði hann kynnst frásögnum af skefjalausri hörku handrukkara sem svifust einskis. „Fíknivandinn hefur klárlega aukist mikið á síðustu 3-4 árum. Við sjáum um það bil tvöföldun á fjölda einstakra tilvika sem eru afleiðingar neyslu í ár frá því sem var fyrir ári,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðadeild Landspítalans.

„Mér finnst „faraldur fíknisjúkdóma“ mjög lýsandi hugtak fyrir þetta ástand. Allar tölur benda á sama veg, þetta er hratt vaxandi vandamál,“ segir Jón Magnús í  umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðiinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert