Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Stjórn Neytendasamtakanna skorar á Arion banka að lækka gjaldskrá sína …
Stjórn Neytendasamtakanna skorar á Arion banka að lækka gjaldskrá sína tafarlaust. mbl.is/Eggert

Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar.

Þetta kemur fram í ályktun samtakanna.

„Það er ótækt að velta sífellt meiri kostnaði á herðar neytenda. Þá skorar stjórn Neytendasamtakanna á bankana að auka gagnsæi og einfalda gjaldskrár sínar svo neytendur geti með góðu móti borið saman kjörin sem bjóðast,“ segir í ályktuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert