89% verkefna fram úr áætlun

Vaðlaheiðargöng er eitt þeirra verkefna sem hafa endað langt umfram …
Vaðlaheiðargöng er eitt þeirra verkefna sem hafa endað langt umfram áætlaðan kostnað, en er ekki einsdæmi þar sem vísbendingar eru um að slíkt sé algengt þegar kemur að opinberum framkvæmdum á Íslandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vís­bend­ing­ar eru um að mik­ill meiri­hluti op­in­bera fram­kvæmda fara framúr kostnaðaráætl­un og er hvergi til miðlæg­ur gagna­grunn­ur um op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir á Íslandi svo hægt sé að læra af reynslu fyrri verk­efna. Þetta kom fram í máli Þórðar Vík­ings Friðgeirs­son­ar, lektors við tækni- og verk­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík, á fundi Verk­fræðinga­fé­lags­ins á Hilt­on í morg­un.

Þórður Víkingur Friðgeirsson
Þórður Vík­ing­ur Friðgeirs­son

Þá sagði hann að ná­grannaþjóðir Íslands hafa komið á kerf­um til þess að mæta áskor­un­um við áætlana­gerð með veru­leg­um ár­angri, en það hef­ur ekki verið gert hér­lend­is.

Gagna­söfn­un tækni- og verk­fræðideild­ar HR leiddi í ljós að í tæp­lega 90% allra verk­efna sem voru skoðuð hafði kostnaður orðið meiri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir, að því er fram kom í töl­um lektors­ins. Gagna­grunn­ur deild­ar­inn­ar nær til stærri verk­efna á veg­um rík­is og sveit­ar­fé­laga og er ekki tæm­andi en gef­ur ákveðna vís­bend­ingu um stöðu mála, að mati Þórðar Vík­ings.

Hann sagði ljóst að ekki væri verið að ná betri ár­angri í kostnaðaráætl­un­um sem sé áhyggju­efni sér­stak­lega á þess­um tím­um og vísaði til þess að erfitt væri að vera viss um hvaða töl­ur væri verið að tala um í frétt­um og til­kynn­ing­um þegar framúr­keyrsla sé al­mennt um 60%. Þórður Vík­ing­ur full­yrti að hægt væri að gera bet­ur, en skort­ur væri á upp­lýs­ing­um um fyrri verk­efni.

Umboðsvandi

Skort­ur á upp­lýs­ing­um og gögn­um er ekki nægi­leg skýr­ing á því að áætlan­ir stand­ist ekki að mati Þórðar Vík­ings, sem benti á að ef það væri til­fellið myndi vera jafn­ari dreif­ing verk­efna und­ir og yfir áætluðum kostnaði. Hins veg­ar var áber­andi fjöldi verk­efna yfir áætluðum kostnaði, þess vegna sé einnig mik­il­vægt að líta á vanda­málið við áætlana­gerð sem fé­lags­legt vanda­mál.

„Þetta er ekki eitt­hvað sér ís­lenskt vanda­mál. Það er vel þekkt vanda­mál sem kall­ast umboðsvandi,“ sagði lektor­inn sem út­skýrði að það í hnot­skurn snýr að því að umboðsaðili og greiðandi hafa ekki alltaf sömu hags­muni, vísaði hann til stjórn­málm­anna, kjós­enda, þrýsti­hópa og aðra hags­munaaðila.

Þegar verk­efni eru á hug­mynda­stig­inu mynd­ast oft vits­muna­skekkja vegna bjart­sýn­is, að sögn Þórðar Vík­ings. Síðan þegar fram­kvæmd­ir fara af stað mynd­ast þrýst­ing­ur ólíkra hópa sem ýtir und­ir frek­ari skekkj­ur.

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir við hinn margnefnda bragga í Nauthólsvík …
Áætlaður heild­ar­kostnaður við fram­kvæmd­ir við hinn marg­nefnda bragga í Naut­hóls­vík var 146-158 millj­ón­ir. Kostaður­inn varð yfir 400 millj­ón­ir. mbl.is/​Hari

Þörf á úr­bót­um

Hægt er að mæta þess­um skekkj­um með því að fara í svipaðar aðgerðir og önn­ur lönd hafa gert full­yrti hann og benti á að við inn­leiðingu op­in­berr­ar gæðatrygg­ing­ar hef­ur Norðmönn­um tek­ist að lækka raun­kostnað um 14%. „Ísland hef­ur valið aðra leið en þær þjóðir sem við ber­um okk­ur helst við. Norðmenn voru á sama stað og við erum nú fyr­ir um 15 til 20 árum.“

Lagði lektor­inn fram tvær til­lög­ur til úr­bóta. Ann­ars veg­ar upp­taka op­in­bers gæðatrygg­ing­ar­kerf­is þar sem hug­tök eins og hag­kvæmis­at­hug­un sé bet­ur skil­greind og að skýr­ar leik­regl­ur séu til varðandi til­hög­un sam­skipta verk­taka, hönnuða og annarra við hið op­in­bera.

Hin til­lag­an var að koma á miðlæg­um gagna­grunni um op­in­ber verk­efni svo hægt sé að meta áhættu er teng­ist framúr­keyrslu út frá feng­inni reynslu. „Reynsla leiðir okk­ur fram­hjá ósk­hyggj­unni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka