Rykmagn veldur háum styrk svifryks

Mældist klukkutímagildi svifryks við Grensás um tvöleytið í dag 193 …
Mældist klukkutímagildi svifryks við Grensás um tvöleytið í dag 193 míkrógrömm á rúmmetra. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurveg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Mældist klukkutímagildi svifryks við Grensás um tvöleytið í dag 193 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni við Víkurveg mældist klukkutímagildið á sama tíma 96 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var svifryksgildi hins vegar 45 míkrógrömm á rúmmetra.

Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og ættu börn og þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna.

Búist er við úrkomu er líður á kvöldið og eru þá líkur á að styrkur svifryks lækki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert