Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

Reynir Ragnarsson er mikill Kötluaðdáandi og langar mikið að upplifa …
Reynir Ragnarsson er mikill Kötluaðdáandi og langar mikið að upplifa Kötlugos. Hann vonar að gos í Kötlu valdi sem minnstum usla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.

Reynir Ragnarsson í Vík mælir leiðni í Múlakvísl annan hvern dag og flýgur yfir Mýrdalsjökul tvisvar í mánuði og tekur myndir. Þetta gerir hann fyrir Veðurstofuna og Raunvísindastofnun HÍ. Reynir hefur oft haldið að Katla sé að undirbúa gos. Tilfinning hans fyrir því er sterkari nú en áður.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag leggur hann mikla áherslu á að flóðvarnargarðurinn sem á að vernda Vík fyrir jökulhlaupi verði styrktur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert