Taldir eigendur Dekhill Advisors

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir.
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir. mbl.is/Brynjar Gauti

Starfs­menn skatt­rann­sókna­stjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmunds­syn­ir, kennd­ir við Bakka­vör, séu eig­end­ur af­l­ands­fé­lags­ins Dek­hill Advisors Ltd.

Þetta kem­ur fram í nýrri bók Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar; Kaupt­hink­ing, bank­inn sem átti sig sjálf­ur.

Dek­hill Advisors er annað af­l­ands­fé­lag­anna sem högnuðust um millj­arða við einka­væðingu Búnaðarbank­ans árið 2003. Í fyr­ir­spurn­um rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um einka­væðingu bank­ans sögðust Bakka­var­ar­bræður ekki kann­ast við fé­lagið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is um þátt­töku þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser í einka­væðingu Búnaðarbanka Íslands árið 2003, kem­ur fram, að þeir bræður sögðu sig ekki reka minni til atriða sem tengd­ust fé­lag­inu Dek­hill Advisors. Rann­sókn­ar­nefnd­in komst að því að stjórn­völd, al­menn­ing­ur og fjöl­miðlar hefðu verið blekkt við sölu Búnaðarbank­ans og að aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaup­um á helm­ings­hlut í Búnaðarbank­an­um hefði ein­ung­is verið til mála­mynda en Kaupþing fjár­magnað kaup­in að fullu.

 Ágóðinn sat á af­l­ands­eyju

Féð til kaup­anna á Búnaðarbank­an­um kom frá Kaupþingi í gegn­um af­l­ands­fé­lagið Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frúa­eyj­um. Hluta­bréf­in, sem Hauck & Auf­häuser keypti til mála­mynda, voru síðar seld nokkr­um árum seinna með millj­arða króna hagnaði sem varð eft­ir á banka­reikn­ingi Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser. Snemma árs 2006 var þessi hagnaður greidd­ur til tveggja af­l­ands­fé­laga. Annað þeirra var Mar­ine Choice Lim­ited, í eigu Ólafs Ólafs­son­ar, sem kennd­ur er við Sam­skip, sem hagnaðist um 3,8 millj­arða. Hitt fé­lagið var Dek­hill Advisors en treg­lega hef­ur gengið að staðfesta eign­ar­hald fé­lags­ins.

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar kom fram að Belg­inn Karim Van den Ende hefði aðstoðað Kaupþings­menn með stofn­un af­l­ands­fé­lag­anna og út­vegaði hann m.a. fé­lagið Well­ing & Partners. Seg­ir síðan í skýrsl­unni: „18. janú­ar 2006, milli­færði Hauck & Auf­häuser sam­kvæmt beiðni Well­ing & Partners 46,5 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala [2,9 millj­arðar á þávirði] inn á reikn­ing af­l­ands­fé­lags með heit­inu Dek­hill Advisors Ltd. Sú símgreiða var send í gegn­um til­greind­an banka­reikn­ing í úti­búi sviss­neska bank­ans Ju­lius Bär & Co í Zürich til Dek­hill sem end­an­legs viðtak­anda hjá úti­búi sama banka í Genf.“

Dekk­hill Advisors var þá skráð á Tor­tóla en rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is tókst ekki að afla upp­lýs­inga um raun­veru­lega eig­end­ur þessa fé­lags eða af­drif þess­ara fjár­muna eft­ir greiðsluna. Í bók sinni rifjar Þórður Snær upp til­vitn­un í Bryn­dísi Kristjáns­dótt­ur skatt­a­rann­sókn­ar­stjóra um að embættið telji sig hafa trú­verðugar vís­bend­ing­ar um hvaða aðili/​aðilar séu á bak við Dek­hill en op­in­ber­ar síðan hvaða aðilar embættið tel­ur það vera.

„Hér er hægt að op­in­bera það í fyrsta sinn að þeir sem starfs­menn skatt­rann­sókn­ar­stjóra telja að séu end­an­leg­ir eig­end­ur Dek­hill Advisors eru bræðurn­ir Ágúst og Lýður Guðmunds­syn­ir,“ skrif­ar Þórður.

 Dek­hill enn virkt árið 2016

RÚV greindi frá því í fyrra að fé­lagið virt­ist enn virkt löngu eft­ir hrun. „Fyr­ir ligg­ur að ein­hver var enn að not­ast við Dek­hill Advisors mörg­um árum eft­ir hrun. Í des­em­ber 2009 gerði fé­lagið hand­veðssamn­ing við sviss­neska bank­ann Ju­lius Bäer vegna fjár­mála­gjörn­ings sem það var að taka þátt í. Gögn sýna síðan að Dek­hill Advisors var enn til og virkt í lok sept­em­ber 2016,“ skrif­ar Þórður.

Árið 2018 fékk embætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra þau svör frá sviss­nesk­um yf­ir­völd­um að frá þeim væri eng­ar upp­lýs­ing­ar að hafa um það hver væri eig­andi Dek­hill Advisors. Ástæðan væri sú að eig­end­ur fé­lags­ins lögðu fram vott­orð þess efn­is að þeir væru ekki skatt­skyld­ir á Íslandi og þar af leiðandi töldu yf­ir­völd í Sviss sig ekki geta veitt embætt­inu upp­lýs­ing­ar. „Sá aðili sem veitti staðfest­ing­una, sem það vott­orð er byggt á er rík­is­skatt­stjór­inn á Íslandi,“ seg­ir í bók­inni.

Lengi leitað að eig­end­um

Enda­laus­ar get­gát­ur hafa verið uppi um hver eða hverj­ir væru raun­veru­leg­ir eig­end­ur Dek­hill Advisors. Ólaf­ur Ólafs­son sagði á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í kjöl­far skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar að hann hefði ekki hug­mynd um hver ætti fé­lagið. „Ég væri ánægður ef ég gæti sagt þér það,“ sagði Ólaf­ur og bætti við að það ætti að spyrja stjórn­end­ur Kaupþings og Hauck Auf­häuser, við hvern þeir gerðu samn­ing.

Fjár­fest­ir­inn Björgólf­ur Thor Björgólfs­son birti pist­ill á vefsíðu sinni nú í haust þar sem hann sagðist telja sig vita hverj­ir eig­end­ur þess væru. „Því er vand­lega haldið leyndu fyr­ir skatt­rann­sókn­ar­stjóra hverj­ir eiga Dek­hill Advisors, en ýms­ir sem þekkja þokka­lega til hafa hvíslað því að mér að þar að baki séu stærsti hlut­hafi og æðstu stjórn­end­ur Kaupþings,“ skrifaði Björgólf­ur.

Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, sagði við mbl.is í fyrra að hann taldi sig geta full­yrt að hann hefði ekki heyrt minnst á fé­lagið Dek­hill Advisors Lim­ited, fyrr en í bréfi rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is sem hann fékk í mars 2017. Hann sagði það sama við rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is en Hreiðar var aðstoðarfor­stjóri Kaupþings á þeim tíma sem kaup­in fóru fram.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka