Banksy lofi nýju verki verði Jón dæmdur

Jón fékk verkið að gjöf frá Banksy þegar hann gegndi …
Jón fékk verkið að gjöf frá Banksy þegar hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur. mbl.is/Rósa Braga

Listamaðurinn Banksy virðist hafa fengið veður af umræðunni um verk Jóns Gnarr, en hann sendi borgarstjóranum fyrrverandi skilaboð í dag og sagðist myndu senda Jóni nýtt verk yrði hann dæmdur fyrir að eyðileggja verkið.

Jón fékk verkið að gjöf frá Banksy þegar hann gegndi embætti borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur. Lista­verkið komst í frétt­ir í síðustu viku og upp hóf­ust radd­ir um að verkið hlyti að vera skatt­skylt og eign borg­ar­inn­ar.

Hlaut Jón nokkra gagn­rýni vegna þessa og í langri færslu á Face­book í gær lýsti hann því yfir að hann ætlaði að farga mynd­inni svo að „hún og allt það sem hún stend­ur fyr­ir trufli eng­an“. Í fyrradag lét hann pússa verkið af álplötunni.

Nokkra athygli hefur vakið að Jón notar fornafnið „hún“ í færslu sinni á Twitter um skilaboðin og furða nokkrir fylgjendur hans sig á þeirri notkun. Þess má geta að aldrei hefur fengist staðfest hver listamaðurinn Banksy er í raun og veru, og gæti því allt eins verið kona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert