Brugðist við lyfjaskorti

Um þessar mundir er unnið að uppsetningu tilkynningahnapps á vef …
Um þessar mundir er unnið að uppsetningu tilkynningahnapps á vef Lyfjastofnunar. Ljósmynd/Thinkstock

Lyfja­stofn­un hef­ur gripið til aðgerða til þess að bregðast við lyfja­skorti og er mark­mið þeirra að bæta yf­ir­sýn stofn­un­ar­inn­ar og auðvelda henni að grípa til ráðstaf­ana þegar nauðsyn kref­ur.

Í lok októ­ber kynnti Lyfja­stofn­un nýtt fyr­ir­komu­lag sem fel­ur í sér að apó­tek megi eiga birgðir óskráðra lyfja á lag­er án þess að samþykki stofn­un­ar­inn­ar til af­greiðslu und­anþágu­lyfs­ins liggi fyr­ir, en með breyt­ing­unni von­ast stofn­un­in til þess að af­greiðsla und­anþágu­lyfja geti gengið mun hraðar fyr­ir sig en áður.

Í þess­ari viku var ákveðið að apó­tek­um skyldi heim­ilt að af­greiða und­anþágu­lyf áður en form­legt samþykki Lyfja­stofn­un­ar liggi fyr­ir, í sér­stök­um til­fell­um, með und­anþágu­lyf­seðli á papp­ír.

Þá hef­ur Lyfja­stofn­un gefið út fyr­ir­mæli sem fela í sér að markaðsleyf­is­höf­um lyfja sem eru markaðssett á Íslandi beri að til­kynna til stofn­un­ar­inn­ar þegar fyr­ir­séð er að skort­ur verði á til­teknu lyfi, með eins góðum fyr­ir­vara og hægt er.

Um þess­ar mund­ir er einnig unnið að upp­setn­ingu til­kynn­inga­hnapps á vef Lyfja­stofn­un­ar þar sem al­menn­ing­ur get­ur sent inn nafn­lausa ábend­ingu um lyfja­skort. Auk þess vinn­ur Lyfja­stofn­un Evr­ópu að lausn­um vegna lyfja­skorts, en nán­ar er hægt að lesa um málið á vef Stjórn­ar­ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert