Kanni bótaskyldu vegna Banksy

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borgarráðs í gær að borgin kannaði hvort skaðabótaskylda hefði skapast við förgun listaverks Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns Gnarr.

Þá lögðu þeir fram fyrirspurn og óskuðu eftir öllum samskiptum Jóns Gnarr eða annarra starfsmanna Reykjavíkurborgar við fulltrúa listamannsins vegna verksins sem Jón Gnarr fékk með þeim skilyrðum að það héngi á skrifstofu borgarstjóra.

Auk þess var óskað eftir áliti borgarlögmanns á því hvort Jóni Gnarr hefði verið heimilt að taka verk listamannsins með sér heim að lokinni borgarstjórnartíð Jóns. Afgreiðslu var frestað líkt og mörgum öðrum málum í gær, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka