Þverárkot í vegasamband

Sveinn Sigurjónsson múrarameistari og Kolbrún Anna Sveinsdóttir við Þverárkot.
Sveinn Sigurjónsson múrarameistari og Kolbrún Anna Sveinsdóttir við Þverárkot. mbl.is/RAX

„Ég er ofsa­lega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sig­ur­jóns­son í Þver­ár­koti við Morg­un­blaðið þegar hann frétti að borg­ar­ráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagn­ingu héraðsveg­ar að Þver­ár­koti við ræt­ur Esj­unn­ar.

Sveinn hef­ur þurft að leggja bíln­um um einn kíló­metra frá heim­ili sínu og vaða yfir á eða ganga á ótraust­um ís til að kom­ast heim á vet­urna.

Borg­in ætl­ar að greiða kostnað við veg­inn til helm­inga á móti Vega­gerðinni, þó ekki meira en 7,5 millj­ón­ir. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra. Reykja­vík­ur­borg tók fram að hér væri um óvenju­lega fram­kvæmd og greiðsluþátt­töku sveit­ar­fé­lags­ins að ræða, sem bæri á eng­an hátt að líta til sem for­dæm­is­gef­andi aðgerðar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert