Ekkert liggur enn fyrir um umfang skemmdanna sem urðu á farþegaþotu WOW air á flughlaði St. Louis flugvallarins í gær, né hversu langan tíma mun taka að gera við vélina. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa WOW air, er nú unnið að því að meta skemmdirnar og hvert framhaldið verði.
Samkvæmt upplýsingum frá WOW air var vél flugvélin kyrrstæð þegar atvikið átti sér stað, en tilbúin til brottfarar. Flugvél Southwest var hins vegar að leggja í stæðið við hliðina á vél WOW air þegar vængendi hennar rakst í vængenda flugvélar WOW.
@SouthwestAir one of your planes at STL lambert airport hit the wing of my international flight that only has one plane a day, so my vacation is now delayed... thanks for that southwest
— Kevin Vega (@SWEET_VEG69) November 15, 2018
Greint var frá því fyrr í dag að bandarísk flugmálayfirvöld hafi hafið rannsókn á atvikinu.
Önnur vél var send til St. Louis til að flytja farþega vélarinnar til Íslands og er von á henni til landsins um tíuleytið í kvöld, tæpum sólarhring síðar en til stóð.