Unnið að því að meta skemmdirnar

Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni.
Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Ekkert liggur enn fyrir um umfang skemmdanna sem urðu á farþegaþotu WOW air á flughlaði St. Louis flugvallarins í gær, né hversu langan tíma mun taka að gera við vélina. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa WOW air, er nú unnið að því að meta skemmdirnar og hvert framhaldið verði.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá WOW air var vél flug­vél­in kyrr­stæð þegar at­vikið átti sér stað, en til­bú­in til brott­far­ar. Flug­vél Sout­hwest var hins vegar að leggja í stæðið við hliðina á vél WOW air þegar væng­endi henn­ar rakst í væng­enda flug­vél­ar WOW.

Greint var frá því fyrr í dag að banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd hafi  hafið rann­sókn á at­vikinu.

Önnur vél var send til St. Louis til að flytja farþega vélarinnar til Íslands og er von á henni til landsins um tíuleytið í kvöld, tæpum sólarhring síðar en til stóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka