Úrræðaleysið algjört

Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill síðan 2010. Hún …
Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill síðan 2010. Hún segir eilífðaráhyggjur og kvíða hafa haft mikil áhrif á hana í gegnum árin. Erfiðlega hefur gengið að komast að meðferðarúrræðum. mbl.is/​Hari

Son­ur Hörpu Hildi­berg Böðvars­dótt­ur hef­ur verið sprautufík­ill í mörg ár en erfiðlega hef­ur gengið að kom­ast í meðferðarúr­ræði. Vakti Harpa at­hygli á þessu úrræðal­eysi sem for­eldr­ar fíkla glíma við í umræðuhópn­um Góða syst­ir.

Hún neydd­ist til að skilja fár­sjúk­an son sinn eft­ir í sjoppu niðri í bæ vegna þess hann komst ekki að neins staðar. „Ég grét og grét og grét en ég get ekki tekið hann heim í svona ástandi,“ skrif­ar Harpa.

Hún hleypti syni sín­um inn á heim­ilið í sept­em­ber á þessu ári þegar hann sat fyr­ir utan hjá þeim í ann­ar­legu ástandi, illa til reika og grát­andi. „Ég gaf hon­um að borða og skipaði hon­um í sturtu en svo á meðan ég var að elda kvöld­mat­inn sprautaði hann sig inni á kló­setti og var næst­um dá­inn á mínu heim­ili fyr­ir fram­an mig og bræður sína.“

Í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Harpa nauðsyn­legt að ráðist verði í aðgerðir vegna biðlista fyr­ir meðferðarúr­ræði hér­lend­is en biðlist­ar eru lang­ir á lang­flest­um stöðum. „Maður veit aldrei þegar maður sér hann hvort það sé í síðasta skipti,“ seg­ir Harpa en und­ir­skrifta­söfn­un stend­ur yfir til að þrýsta á frek­ari fjár­mögn­un til að út­rýma biðlist­um.

Son­ur Hörpu hef­ur verið í neyslu síðan um alda­mót­in og sprautufík­ill síðan 2010. „Það er bara skelfi­legt þegar þú ert kom­inn út í það. Það er svo erfitt að kom­ast úr því. Þetta eru svo ofboðslega mik­il veik­indi.“ Harpa seg­ir ei­lífðará­hyggj­urn­ar af syni sín­um og kvíðann hafa gríðarleg áhrif á sig og fjöl­skyld­una og hún viti aldrei hvort það skiptið sem hún sér son sinn sé það síðasta. „Hann er nátt­úr­lega að horfa á þá sem voru með hon­um í meðferð og fé­laga sína vera að falla núna og bara það að vita af hon­um á göt­unni gerði mig al­veg skelfi­lega hrædda. Síðast þegar hann var hérna heima sprautaði hann sig ein­mitt og ég þurfti að hringja á sjúkra­bíl. Maður veit aldrei þegar maður sér hann hvort það sé í síðasta skipti. Það er sá kvíði. Yf­ir­leitt þegar ég sé ókunn­ug síma­núm­er þá get ég ekki svarað þeim en ég ákvað að svara núna. Maður verður bara að vera sterk­ur.“

Morg­un­blaðið greindi frá því í vik­unni að fleiri hefðu lát­ist af völd­um fíkn­ar í ár en allt síðasta ár. Alls hafa 27 manns yngri en 39 ára úr gagna­grunni SÁÁ lát­ist á fyrstu 10 mánuðum árs­ins. Jón Magnús Kristjáns­son, yf­ir­lækn­ir á bráðadeild Land­spít­al­ans, sagði að um far­ald­ur fíkni­sjúk­dóma væri að ræða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert