Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu.
Flestir umsækjendur hafa komið frá Írak það sem af er ári, en þeir eru 100. Næstflestir frá Albaníu eða 98. Frá Pakistan koma 38, 36 frá Sómalíu og 34 frá Sýrlandi.
Í tölum Útlendingastofnunar kemur fram að það sem af er ári hafi 632 einstaklingar sótt um vernd hér á landi, sem eru 35% færri en á sama tíma í fyrra. Af þessum 632 eru karlkyns umsækjendur 74%. Karlar eru 381 og drengir eru 84, þar af níu fylgdarlausir. 104 konur sækja um alþjóðlega vernd hér og 63 stúlkur, þar af tvær fylgdarlausar. Samtals eru fylgdarlaus börn 11 talsins, að því er fram kemur í umfjöllun um fjölgun hælisleitenda í Morgunblaðinu í dag.