Innanlandsflug liggur niðri

Allt innanlandsflug liggur niðri eins og er vegna slæms veðurs.
Allt innanlandsflug liggur niðri eins og er vegna slæms veðurs. Ljósmynd/Aðsend

Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna slæms veðurs og ókyrrðar í lofti. Staðan verður endurmetin klukkan 10.15, þegar nýjar upplýsingar verða gefnar.

Töluverð röskun er einnig á millilandaflugi að því er fram kemur á vef Isavia.

Fljúga átti til Akureyrar og Egilsstaða frá Reykjavík á níunda tímanum, en þeim ferðum var frestað. 

Engar breytingar hafa hins vegar orðið á áætlun Herjólfs, sem siglir samkvæmt áætlun í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert