Verktakar vildu ekki litlu íbúðirnar

Byggingarkranar við Hlíðarenda.
Byggingarkranar við Hlíðarenda. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verktaka hafa verið trega til að byggja smærri íbúðir. Þá hafi ríkið dregið að samþykkja stofnframlög til félagslegra íbúða.

„Við urðum vör við ákveðna íhaldssemi og að aðilar á byggingarmarkaði höfðu kannski ekki alveg trú á því að einstaklingar væru tilbúnir að kaupa íbúðir í uppbyggingu með færri bílastæðum í kjallara, eða minni íbúðir, fyrr en það reyndist síðan raunin,“ segir Dagur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hafin verður bygging 1.400-1.500 íbúða í borginni í ár. Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri atvinnuþróunar hjá borginni, áætlar að um 70% þeirra, eða um 1.000, verði tilbúin innan tveggja ára. Dagur kynnti að framkvæmdir væru hafnar á reitum þar sem má byggja 5.000 íbúðir. Óli Örn áætlar að þar af eigi eftir að hefja byggingu um 1.500 íbúða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert