Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

Sigurður Ingi Jóhannsson vill innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins.
Sigurður Ingi Jóhannsson vill innleiða þriðja orkupakka Evrópusambandsins. mbl.is/​Hari

„Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans.

Hann vill að Ísland innleiði ekki orkupakkann í bili heldur fái undanþágu frá því. Þó sé ekki víst með framhaldið: Sigurður setur fyrirvara um framtíðaráform í þessu. „Ef við ákvæðum seinna, eftir 10, 20, eða 50 ár, að tengjast sameiginlegum markaði, þá tækjum við upp sameiginlegan flutning orku á milli landa?“ lagði hann til.

Þar á undan fór Sigurður um víðan völl og drap á ýmist sem hefur verið í umræðunni síðustu misseri. Að öðru leyti kvað stemningin góð á þessum haustfundi flokksins, í tilkynningu er markmið hans sagt skýrt: að koma Íslandi í fremstu röð á sem flestum sviðum og efla samkeppnishæfni þjóðar.

Margt um manninn á miðstjórnarfundi Framsóknar á Smyrlabjörgum í dag
Margt um manninn á miðstjórnarfundi Framsóknar á Smyrlabjörgum í dag Ljósmynd/Aðsend

 Atvinnumál og húsnæðismál

Heimili og atvinnumál sagði Sigurður að væru aðaláherslumál Framsóknarflokksins. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ Framsóknarflokkurinn, sagði Sigurður, ætlar að fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Hann sagði 40 ára verðtryggð lán eitraðan kokteil.

Samhliða þessu verði að tryggja möguleika fyrstu kaupenda. Í því samhengi velti Framsóknarflokkurinn sér ekki upp úr því, að aðrir eigni sér þeirra mál. Flokkurinn skal halda sínu striki, sagði Sigurður.

Hvað stefnu Framsóknarflokksins í atvinnumálum snertir hefur flokkurinn mestan skilning á sjónarmiði landsbyggðarinnar. Sigurður nefndi hreinar landbúnaðarafurðir og síður öruggar landbúnaðarafurðir frá útlöndum.

Þá ræddi hann fiskeldi, mál, þar sem Sigurður vill finna milliveg milli nýtingar og verndar umhverfis. Í þeim málum útiloki eitt ekki annað. „Við stöndum með byggðum sem eiga undir högg að sækja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka