Aftur til 19. aldar

Jónshús er við Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn.
Jónshús er við Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður þaðopnað 6. desember næstkomandi.

„Ingibjörg var skörungur sem skóp og mótaði menningarheimili sem var miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn. Okkur finnst mikilvægt að halda hennar þætti til haga á sýningunni í endurgerðri íbúðinni,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á endurbætur á íbúðinni í Jónshúsi á Øster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn, þar sem þau Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans bjuggu frá 1852 til dánardægurs, en þau létust bæði árið 1879.

Alþingi Íslendinga fékk hús Jóns Sigurðssonar við Austurvegg, eins og gatan heitir upp á íslensku, að gjöf 1966. Þar hefur æ síðan verið margvíslegt félagsstarf og menningarlíf á vegum Íslendinga í Kaupmannahöfn, auk íbúða sem íslenskir fræðimenn hafa aðgang að. Þá hefur frá upphafi verið minningarstofa um Jón Sigurðsson með sýningu í byggingunni.

Sjá umfjöllun um Jónshúsið í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert