Kulnun er jafnvel lífshættuleg

Yfirleitt nær fólk sem lendir í kulnun vopnum sínum, segir …
Yfirleitt nær fólk sem lendir í kulnun vopnum sínum, segir Margrét Grímsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun NLFÍ. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Kulnun og í versta falli örmögnun er alvarleg og getur verið lífshættuleg,“ segir Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.

Hún bendir á að dugnaður hafi verið talinn dyggð hér á landi. „[E]n fólk þarf að kunna sér hóf þó svo áskoranir samfélagsins um árangur og þátttöku séu miklar og komi hvarvetna frá.“ Hún segir álag í vinnu vissulega stóran orsakaþátt kulnunar en þætti í einkalífi einnig hafa áhrif.

„Svo sem áföll, erfiðleikar í sambúð, fjárhagsáhyggjur og fleira,“ segir Margrét í samtali um kulnun í starfi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert