Lítið virðist vanta á leyfi til að flytja út eldislax til Kína

Víkingur Gunnarsson og Sigurður Pétursson kynntu íslenskan lax á stórri …
Víkingur Gunnarsson og Sigurður Pétursson kynntu íslenskan lax á stórri sjávarútvegssýningu í Kína í mánuðinum. Þá vantaði þó fisk til að sýna.

Lítið virðist vanta á leyfi til að flytja íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Fulltrúar laxeldisfyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish og íslenski sendiherrann áttu nýlega fund með kínverska landbúnaðarráðherranum til að ýta á eftir því að fríverslunarsamningur ríkjanna yrði virkur fyrir eldisafurðir.

Sendiherrann hefur fylgt málinu eftir og nú stendur til að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fari til Kína eftir áramót til að ganga frá skilyrðum innflutningsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sendinefnd frá Kína kom til Íslands á síðasta ári til að taka út afurðir og pökkunarstöðvar fyrir lax og einnig eftirlitið hjá Matvælastofnun. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir að framleiðslan hafi fengið jákvæða umsögn en ekki hafi enn tekist að klára málið.

Sigurður og Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi, fóru á stóra sjávarútvegssýningu í Kína í byrjun mánaðarins. Notuðu þeir ferðina til að ýta á leyfismálin. Þegar útflutningur hefst frá Íslandi verður hann án tolla. Sigurður segir að gott verð fáist fyrir eldisafurðir í Kína, ekki síðra en þekkist á öðrum mörkuðum. Ekki á Sigurður von á því að innflutningur verði takmarkaður, þegar til hans kemur, eins og til dæmis innflutningur á sauðfjárafurðum til Kína.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert