Framlög til SÁÁ verði stóraukin

Sjúkarhúsið Vogur.
Sjúkarhúsið Vogur. mbl.is/Árni Sæberg

Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum.

Í tillögunni segir Egill Þór vanta búsetu- og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma.

Einnig vanti stuðning og sálfræðiþjónustu við börn á aldrinum 8-18 ára, aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata.

Þá telur Egill Þór vanta þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga við áfengis- og fíknivanda að stríða. Loks telur hann sérhæfða eftirfylgni og stuðningsþjónustu vanta við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíknivanda, að því er rfam kemur í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert