Harry Poter kom, sá og sigraði

Hann er sannarlega sætur og feldfagur. Jekaterina Filipova með Harry …
Hann er sannarlega sætur og feldfagur. Jekaterina Filipova með Harry Poter á verðlaunapalli sem Reykjavíkurmeistari 2017 á Íslandi.

Harry Poter er fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn af yorkshire terrier kyni. Hann er líka sá fyrsti til að landa meistaratitli á öllum fimm Norðurlöndunum. Hann er víðförull, fæddist í Lettlandi en var fluttur inn til Íslands eins árs og hefur nú flakkað um öll Norðurlöndin.

„Jekaterina er óskaplega heilluð af þessari hundategund, yorkshire terrier, og hana hafði lengi dreymt um að eignast slíkan stórmeistara. Hún greip því tækifærið þegar okkur bauðst eins árs hvolpur frá Lettlandi fyrir þremur árum úr stórri hundaræktun í Riga, sem kallast Rigair. Við keyptum hvolpinn og fluttum hann inn og sjáum ekki eftir því.“

Þetta segir German Khlopin, tónlistarkennari í Reykjanesbæ, en umræddur hundur, Rigair Harry Poter, er í eigu konu hans, Jekaterinu Filipovu hundaræktanda og hundaþjálfara, en hann er fyrsti yorkshire terrier hundurinn á Íslandi sem hefur landað fimm meistaratitlum í röð á Norðurlöndunum, einum í hverju landi, Svíðjóð, Finnlandi, Noregi og Dannmörku, sem og Íslandi.

Sjá viðtal við German Khlopin um meistarahundinn Harry Potter í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert