Kreppir að í rekstrinum

Nýtt hjúkrunarheimili að verða til.
Nýtt hjúkrunarheimili að verða til. mbl.is/​Hari

„Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila.

Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands fyrir þjónustu hjúkrunarheimila rennur út um áramótin. Pétur sagði að rekstraraðilum hefði verið boðið að endurnýja núverandi samning.

„Semsagt á lakari kjörum því kröfurnar frá ríkinu hafa aukist, til að mynda kröfur vegna persónuverndar. Það er ekkert komið til móts við þann kostnað. Við eigum auðvitað eftir að sjá hvernig þessi fjárlög líta út en að óbreyttu sjáum við ekki fram á annað en að setjast niður með Sjúkratryggingum og ákveða hvaða þjónustu eigi að skerða,“ segir Pétur í umfjöllun um rekstrarerfiðleika fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Vísa ábyrgðinni sitt á hvað

Nýtt 40 íbúða hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi verður tilbúið um áramót. Ekki liggur fyrir samningur um rekstrarfyrirkomulag heimilisins. Velferðarráðuneytið og bæjarfélagið vísa hvort á annað um hvar ábyrgðin liggur. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri segir að reksturinn sé á ábyrgð ríkisins. Hún veit til þess að nokkrir hafi lýst áhuga á að reka heimilið, t.d. Sóltún, Hrafnista og Grund.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert