Kreppir að í rekstrinum

Nýtt hjúkrunarheimili að verða til.
Nýtt hjúkrunarheimili að verða til. mbl.is/​Hari

„Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónus­t­una og það verða gríðarleg von­brigði ef það verður vi­r­kilega niðurstaðan,“ sagði Pét­ur Magnússon, formaður stjórnar Sa­mt­aka fy­ri­rt­ækja í velf­erðarþjónustu, um rekst­ur hjúk­r­unar­hei­m­ila.

Ra­mm­a­samning­ur Sjú­krat­ry­gg­inga Íslands fy­r­ir þjónustu hjúk­r­unar­hei­m­ila rennur út um ára­mót­in. Pét­ur sagði að rekstraraðilum hefði verið boðið að end­urnýja núv­er­andi sa­mning.

„Sem­sagt á lakari kjörum því kr­öf­urnar frá ríkinu hafa au­kist, til að my­nda kr­öf­ur vegna pers­ónu­verndar. Það er ekk­ert komið til móts við þann kostnað. Við eigum auðvitað eftir að sjá hvernig þessi fjárlög líta út en að óbrey­ttu sjáum við ekki fram á annað en að setjast niður með Sjú­krat­ry­gg­ingum og ákveða hvaða þjónustu eigi að skerða,“ seg­ir Pét­ur í um­f­jöllun um rekstra­rerfiðleika fy­ri­rt­ækja í velf­erðarþjónustu.

Vísa áby­rgðinni sitt á hvað

Nýtt 40 íbúða hjúk­r­unar­hei­m­ili á Seltjarnarnesi verður tilbúið um ára­mót. Ekki ligg­ur fy­r­ir sa­mning­ur um rekstrarf­y­r­i­rk­om­u­lag hei­m­ilis­ins. Velf­erðarráðuney­tið og bæj­arf­élagið vísa hv­ort á annað um hvar áby­rgðin ligg­ur. Ásgerður Ha­lld­órsd­óttir bæj­arst­jóri seg­ir að rekst­u­rinn sé á áby­rgð ríkis­ins. Hún veit til þess að nokkr­ir hafi lýst áhuga á að reka hei­m­ilið, t.d. Sólt­ún, Hrafnista og Gr­und.

Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Nánar um málið
í Mor­g­un­blaðinu
Áskr­if­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert