Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

Frá fundi borgarráðs Reykjavíkur fyrr í vetur. Fulltrúar borgarráðs munu …
Frá fundi borgarráðs Reykjavíkur fyrr í vetur. Fulltrúar borgarráðs munu fá kynningu á skýrslu innri endurskoðunar um vinnustaðarmenningu og starfsmannamál OR á fimmtudag. mbl.is/​Hari

Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, sagði í samtali við RÚV í morgun að hún myndi ekki tjá sig um efni skýrslunnar fyrr en að kynningu lokinni. Það sama á við um Dag B. Eggertsson borgarstjóra.

Í skýrslunni er fjallað um vinnustaðamenningu innan OR sem og nokkur starfsmannamál, meðal annars uppsagnir tveggja stjórnenda hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR, sem voru metnar réttmætar.

Stjórn OR óskaði eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði óháða úttekt á tilteknum starfsmannamálum og vinnustaðarmenningu eftir að Áslaugu Thelmu var sagt upp störf­um, en hún birti færslu á Face­book stuttu eft­ir upp­sögn­ina þar sem hún full­yrti að hún hefði verið rek­in fyr­ir að kvarta und­an hegðun Bjarna Más Júlí­us­son­ar, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra ON. Hann var rek­inn skömmu eft­ir að Áslaugu Thelmu var sagt upp vegna óviðeig­andi fram­komu sem tengd­ist meðal ann­ars tölvu­póst­um sem hann sendi til kven­kyns und­ir­manna sinna.

Áslaug Thelma hefur ekki tjáð sig um niðurstöðu skýrslunnar og hyggst hún bera hana undir lögfræðing. Bjarni Már sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði það mikinn létti að niðurstaða úttektarinnar liggi fyrir en að upp­sögn­ hans hafi verið fyr­ir­vara­laus og bæði óverðskulduð og meiðandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert