100 manns í megrunaraðgerðir

Skurðaðgerð á Landspítalanum.
Skurðaðgerð á Landspítalanum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Mér fannst fáránlegt að horfa upp á þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða upp á þennan valkost. Þetta er frábært sjúkrahús með læknum sem menntaðir eru í London og víðar á Vesturlöndum,“ segir Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri Hei Medical Travel sem býður upp á heilbrigðisþjónustu í Riga í Lettlandi.

Fyrirtækið hefur boðið upp á megrunaraðgerðir sem eitt hundrað Íslendingar hafa notfært sér síðasta árið en hyggst nú færa út kvíarnar og bjóða upp á liðskiptaaðgerðir, að því er fram kemur í umfjöllun um þjónustu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Guðjón Ólafur segir að þjónustan í Riga sé sambærileg við þá sem margir hafa sótt sér til Svíþjóðar síðustu ár. Eins og fram hefur komið annar Landspítalinn ekki spurn eftir liðskiptaaðgerðum og biðlistar hafa safnast upp. Hefur verið brugðið á það ráð að senda fólk til Svíþjóðar í aðgerðir með tilheyrandi kostnaði fyrir Sjúkratryggingar Íslands. Segir Guðjón að mun ódýrara sé að senda sjúklinga í meðferð til Lettlands en Svíþjóðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert