Mikill fjöldi frávika var í kísilverinu

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. Ljósmynd/Páll Ketilsson – Víkurfréttir

Áberandi skortur á fyrirbyggjandi viðhaldi var í kísilverksmiðjunni í Helguvík, skortur á þjálfun starfsfólks og verulegir vankantar á heilsufars- og öryggismálum. Þetta kom fram í máli Tom Arild Olsen, ráðgjafa frá Multiconsult, á íbúafundi Stakksbergs um framtíðarhorfur verksmiðjunnar.

Talsverður fjöldi íbúa Reykjanesbæjar mætti á fundinn í Hljómahöllinni.

Olsen sagði Multiconsult hafa framkvæmt úttekt á verksmiðjunni og að þeir hafi fundið mikinn fjölda frávika og að ljóst var að fyrrverandi stjórnendur hefðu ekki tök á málum.

Þá kom meðal annars fram að hitastigið í ofnunum var of lágt þannig að lyktarvaldandi efni brunnu ekki, þetta hafi verið viðvarandi vandamál þar sem oft var slökkt á ofnunum og þeir endurræstir.

Olsen sagði að búast mætti við einhverjum erfiðleikum þegar ofnar verksmiðjunar yrðu ræstir að nýju. Hins vegar myndu bættir verkferlar, gæðaeftirlit, þjálfun og réttur búnaður draga verulega úr þeim ágöllum sem voru í kísilverinu.

Benti hann til sjö sambærilegra verksmiðja í Noregi sem allar standist þær kröfur gerðar eru af hálfu þarlendra umhverfisyfirvalda og sveitarstjórna.

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka