Mögulega óheimilt að banna sæstreng

Mögulega er ekki hægt að banna lagningu sæstrengs til Evrópu …
Mögulega er ekki hægt að banna lagningu sæstrengs til Evrópu vegna fjórfrelsisreglna EES. mbl.is/Steinunn

Fjórfrelsisreglur EES gera „það mögulega að verkum að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu [sæ]strengs,“ að því er segir á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í færslu sem ætlað er að útskýra hvað felst í þriðja orkupakka Evrópusambandsins.

Í ítarlegri útlistun á spurningum og svörum um þriðja orkupakkann er spurt: „Leiðir þriðji orkupakkinn til lagningar sæstrengs?“

„Innleiðing þriðja orkupakkans leggur engar skyldur á herðar Íslandi að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Enginn vafi leikur á því að Ísland ákveður hvaða innlendi aðili veitir leyfi fyrir slíkum streng,“ segir í svarinu.

Jafnframt er sagt að orkupakkinn kveði á um sameiginlega áætlun Evrópusambandsins um uppbyggingu raforkukerfa. Hins vegar er tekið fram í reglum að áætlunum fylgi engar skuldbindingar af hálfu stjórnvalda aðildarríkjanna.

Fortakslaust bann

Þá segir einnig að „því hefur verið velt upp, að þó að fjórfrelsisreglur EES-samningsins komi ekki í veg fyrir að strengur á íslensku forráðasvæði og önnur mannvirki sem honum tengjast séu háð leyfum sem byggja á lögmætum sjónarmiðum, þá geri þær mögulega að verkum að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu strengs.“

Sé raunin sú að óheimilt sé að leggja slíkt bann, er það talið hafa verið raunin frá samþykkt EES-samningsins, „og er með öllu ótengt þriðja orkupakkanum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert