Segja fjárlögin óásættanleg

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir í ályktun sinni þeirri stefnu sem …
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir í ályktun sinni þeirri stefnu sem sambandið segir endurspeglast í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar. mbl.is/Hjörtur

Miðstjórn Alþýðusambands Ísland sakar meirihluta fjárlanganefndar Alþingis um að reka „óábyrga ríkisfjármálastefnu“, í ályktun sem send hefur verið fjölmiðlum. Þá mótmælir ASÍ „harðlega þeirri stefnu sem endurspeglast með skýrum hætti í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við frumvarp til fjárlaga“.

Einnig segist sambandið hafa ítrekað varað við því að veikja tekjustofna ríkissjóðs með skattalækkunum, sem miðstjórn ASÍ segir að séu til hinna tekjuhæstu. Er stefna meirihlutans sögð „óásættanleg“ og „ósjálfbær.“

Fram kemur í ályktuninni að „Alþýðusamband Íslands mun aldrei sætta sig við að launafólki, öldruðum og öryrkjum verði gert að axla byrðarnar af óábyrgri ríkisfjármálastefnu,“ og að mikilvægara er að „stórbæta lífskjör, styrkja velferðina og tryggja almenningi gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka