Hrundar borgir og horfin veröld hafa alltaf heillað mig. Þetta kom strax í æsku og frásagnir af svona stöðum, svipaðar dulúð, náðu sterkum tökum á mér. Ferðalög fjölskyldunnar eru því oft á óvenjulega staði sem eiga sér mikla sögu,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans.
„Þegar ég var að alast upp vestur í Stykkishólmi sótti ég mikið á Amtsbókasafnið þar. Þar kynntist ég til dæmis ævintýrabókum Enid Blyton og í einni þeirra sagði frá ítölsku borginni Pompeii sem er við Napólíflóann og grófst undir ösku í eldgosi úr fjallinu Vesúvíusi árið 79 eftir Krist. Strax þá vaknaði með mér löngun til að heimsækja þennan einstaka stað og fyrr á þessu ári rættist sá draumur, þegar ég og maðurinn minn, Jón Þór Sturluson, og dætur okkar vorum á Ítalíu í vor,“ segir Anna Sigrún.
Árið 1748 var byrjað að grafa niður á Pompeii undir gjallinu og í fornleifarannsóknum aldanna hefur skapast mikil þekking um líf Rómverja fyrr á öldum.
Sjá samtal við Önnu Sigrúnu í heild í Morgunblaðinu í dag.