Bændur fá bætur vegna skýstróka

Skýstrókarnir ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu.
Skýstrókarnir ollu miklu tjóni á bænum Norðurhjáleigu. Ljósmynd/Sæunn Káradóttir

Trygg­inga­fé­lagið VÍS hef­ur samþykkt að greiða bænd­um bæt­ur vegna tjóns sem þeir urðu fyr­ir í sum­ar þegar skýstrók­ar gengu yfir bæ­inn Norður­hjá­leigu í Álfta­veri í Skaft­ár­hreppi 24. ág­úst, en áður hafði fé­lagið hafnað bóta­skyldu.

Fram kem­ur á frétta­vef Rík­is­út­varps­ins að sam­kvæmt bráðabirgðamati nemi tjónið tæp­um átta millj­ón­um króna, en tals­vert tón varð. Þannig skemmd­ust hús mikið, þök losnuðu af sjö hús­um og jeppi endaði á hvolfi ofan í skurði. 

VÍS lýsti því yfir í upp­hafi að fé­lagið myndi ekki bæta tjónið þar sem bænd­urn­ir væru ekki með óveður­s­trygg­ingu. Haft er eft­ir Gísla Tryggva­syni, lög­manni bænd­anna, að ánægju­legt sé að trygg­inga­fé­lagið hafi skipt um skoðun.

Spurður hvað hafi orðið til þess seg­ir Gísli að VÍS hafi verið bent á að fé­lagið hafi hugs­an­lega gert ákveðin mis­tök í flutn­ingi trygg­inga á milli eig­enda að bú­inu. Þeir hafi fall­ist á það og ætli að senda mats­menn til að meta tjónið.

Haft er eft­ir Sæ­unni Kára­dótt­ur, bónda í Norður­hjá­legu, að þetta séu gleðitíðindi. Gott sé að ein­hver lausn sé í sjón­máli. Bæt­urn­ar verði notaðar til þess aðallega að lag­færa hús­in á bæn­um sem orðið hefðu fyr­ir skemmd­um.

Ljós­mynd/​Sæ­unn Kára­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert